Notkunarskilmálar

Leyfissamningur notanda fyrir Gira-veðurþjónustuna

Formáli:

Gira-veðurþjónustan gefur þér aðgang að veðurupplýsingum og ásamt öðrum eiginleikum Gira HomeServer-gáttarinnar gerir hún þér þannig kleift að auka við notkunarmöguleika hússtjórnunarkerfisins. Hægt er að kalla fram veðurupplýsingar úr Gira HomeServer með sérstöku tengi Gira HomeServer-gáttarinnar.

Við samþykkt eftirfarandi skilmála tekur gildi leyfissamningur notanda (EULA) milli þín og Gira Giersiepen GmbH & Co. KG, Radevormwald, Þýskalandi, sem lýtur að notkun Gira-veðurþjónustunnar í Gira HomeServer-gáttinni.

Með því að nota Gira-veðurþjónustuna samþykkir þú um leið þennan leyfissamning.

Gira er heimilt, einhliða og á hvaða tíma sem er, að breyta þessum leyfissamningi með tveggja vikna fyrirvara og án ástæðu.

Ef þú samþykkir ekki skilmála leyfissamningsins er þér óheimilt að nota veðurþjónustuna.

1. Leyfisveiting:

a) Notkun Gira-veðurþjónustunnar er háð leyfissamningi en ekki seld.

b) Með tilliti til þessa leyfissamnings veitir Gira þér takmarkað leyfi, sem felur ekki í sér einkarétt og má hvenær sem er afturkalla, fyrir gjaldfrjálsa notkun Gira-veðurþjónustunnar á Gira-endabúnaði sem og endabúnaði með viðeigandi Gira-hugbúnaði.

c) Notkunin má aðeins fara fram í kerfislausnum frá Gira (t.d. Gira HomeServer, Gira Control 9 KNX, Gira HomeServer forriti fyrir iOS og Android, Gira Quad Client).

d) Allt eftir staðsetningu eru veðurupplýsingarnar uppfærðar á klukkutíma fresti og allt að sex klukkutíma fresti. Leitarvirknin býður upp á að staðarnöfn séu sett inn að minnsta kosti á viðkomandi tungumáli og á þýsku eða ensku þegar það stendur til boða.

e) Gira-veðurþjónustan er eingöngu ætluð til einkanota og takmarkast fjöldi fyrirspurna við það sem telst eðlilegt við slíka notkun.

f) Ekki má vista gögnin varanlega á geymslumiðli og ekki má framselja þau eða birta þau opinberlega.

g) Þú gerir viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar fái aðgang að gögnunum sem eru send.

h) Gira áskilur sér rétt til að loka fyrir þjónustuna ef grunur leikur á um að hún sé misnotuð.

i) Afturkalla má leyfið hvenær sem er og án ástæðu með tveggja vikna fyrirvara. Notanda ber þá að eyða öllum gögnum varanlega.

j) Gira tekur fram að veðurþjónustan gerir einungis kleift að nota veðurupplýsingar frá öðrum gagnamiðlurum.

k) Gira áskilur sér rétt til að skipta um gagnamiðlara meðan á notkunartímanum stendur.

l) Ef samningurinn á milli Gira og gagnamiðlarans fellur úr gildi er Gira heimilt að afturkalla leyfið án tveggja vikna fyrirvara.

m) Þú samþykkir hér með leyfissamning þennan.

2. Höfundarréttur:

a) Ef um er að ræða höfundarrétt, hugverkarétt eða önnur réttindi gagnamiðlarans vegna gagnanna sem um getur í samningnum verða þessi réttindi áfram í eigu gagnamiðlarans.

b) Ef um er að ræða réttindi landsbundinna veðurþjónusta eða annarra miðlara veðurfræðilegra grunnupplýsinga vegna upplýsinganna sem um getur í samningnum verða þessi réttindi áfram í eigu viðkomandi miðlara.

3. Fyrirvari Gira vegna ábyrgðar:

a) Með Gira-veðurþjónustunni gerir Gira eingöngu kleift að nota veðurupplýsingarnar með Gira HomeServer-gáttinni.

b) Því er ekki hægt að tryggja að gagnaþjónustan sé ávallt tiltæk.

c) Gira tekur því enga ábyrgð vegna krafna sem byggjast á því að veðurspárnar ganga ekki eftir að hluta eða öllu leyti.

d) Skaðabótakröfur koma ekki til greina óháð því um hvers konar brot á skyldum er að ræða, þar með talin óleyfileg athöfn, svo fremi sem ekki er um að ræða ásetning eða vítavert gáleysi. Þetta á einkum við um kröfur sem byggja á skaðabótakröfum þriðju aðila sem og á öðru afleiddu tjóni.

e) Fyrirvari vegna ábyrgðar í framangreindum lið á ekki við um dauðsföll og líkams- eða heilsutjón.

4. Gildandi lög:

Um leyfissamning þennan gilda eingöngu lög Sambandslýðveldisins Þýskalands.

5. Varnarþing:

Varnarþing er lögheimili Gira.

6. Almennar upplýsingar:

Beina skal öllum spurningum, fyrirspurnum, tilkynningum, kröfum o.s.frv. sem tengjast notkun veðurþjónustunnar til Gira. Notanda er hér með gert kunnugt um að samningurinn er eingöngu gerður milli notanda og Gira og að veitandi þjónustu ber enga ábyrgð vegna leyfissamningsins.

7. Lokaákvæði:

Ef núgildandi eða síðari ákvæði þessa leyfissamnings eru eða verða ekki lagalega gild eða framkvæmanleg, að hluta eða í heild, hefur það ekki áhrif á önnur ákvæði þessa samnings. Hið sama á við ef í ljós kemur að eitthvað vantar í samninginn. Í stað ógildu eða óframkvæmanlegu ákvæðanna eða til að bæta við því sem upp á vantar skal semja um viðeigandi atriði sem, að því marki sem lög leyfa, kemst næst því sem samningsaðilar ætluðust til eða hefðu ætlast til, samkvæmt eðli og tilgangi samningsins, ef hugað hefði verið að þessu atriði þegar samningurinn var gerður.

Tækjagátt Gira

Efst